Áhættumat ríkislögreglustjóra 2021

Um áhættumat ríkislögreglustjóra er fjallað í lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Útgáfa áhættumatsins er hluti af aðgerðum aðildarríkja ‚Financial Action Task Force‘ (FATF) til að bregðast við ógn sem sem stafar af peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áhættumatinu er ætlað að veita heildstæða greiningu á fyrirliggjandi hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á Íslandi og felur m.a. í sér mat á þeim mörkuðum og starfsemi sem vitað er að geta verið sérstaklega útsett fyrir slíkri áhættu. Gert er ráð fyrir að áhættumatið nýtist ekki aðeins íslenskum stjórnvöldum heldur einnig þeim sem eru tilkynningarskyldir samkvæmt lögum nr. 140/2018, en gert er ráð fyrir því að þeir hafi áhættumat ríkislögreglustjóra til hliðsjónar við gerð eigin áhættumats á rekstri sínum og viðskiptum.

 

Í áhættumati ríkislögreglustjóra er að finna haldgóða greiningu og upplýsingar á mismunandi starfsemi sem stunduð er á Íslandi, og varða fyrst og fremst starfsemi tilkynningarskyldra aðila, og þeirri hættu sem að henni stafar með tilliti til peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka. Þannig er sem dæmi til staðar áhættuflokkun í áhættumati ríkislögreglustjóra, sem gefur til kynna hvort lítil, miðlungs, veruleg eða mikil hætta sé fyrir hendi, varðandi tiltekna starfsemi og félagaform.

 

Sem tilkynningarskyldur aðili, á borð við fasteignasala, lögmenn, endurskoðendur, bókara og bifreiðasölur, er brýnt að hafa í hug að á þeim hvílir lögbundin skylda að taka áhættumat ríkislögreglustjóra til skoðunar við gerð þeirra eigin áhættumats og meta þá áhættuþætti sem til staðar eru í rekstri þeirra með hliðsjón af áhættumati ríkislögreglustjóra.

 

Vantar þig aðstoð? Við erum hér til staðar fyrir þig – hafðu samband.